Holmavik Tourist Information in Strandir

Article archive

28/07/2010 13:26

Rokktónleikar á Hólmavík fimmtudaginn 29. júlí

Hefst kl. 20:00 Sumargleði tónlistarútgáfunnar Kimi Records mun halda til Vestfjarða á fimmtudag fyrir verslunarmannahelgi og halda nokkra tónleika. Meðal annars verður Bragginn á Hólmavík heimsóttur á fimmtudag og munu m.a. koma fram hljómsveitirnar Retro Stefson, Reykjavík!, Nolo,...
27/07/2010 10:56

Selá í Steingrímsfirði

Veiðileyfi eru seld hjá Guðbrandi Sverrissyni, Bassastöðum. S: 451 3376 og 893 0529.  
27/07/2010 10:54

Staðará í Steingrímsfirði

Veiðileyfum í Staðará er úthlutað til landeigenda. Landeigendur selja svo ýmist leyfin eða nota þau sjálfir. Engar frekari upplýsingar er að finna á Upplýsingamiðstöðinni hverjir selja þau.
27/07/2010 10:51

Víðidalsá og Þverá í Steingrímsfirði

Veiðileyfi eru seld hjá Þorsteini Sigfússyni, Hólmavík. S: 451 3272.
27/07/2010 10:49

Bjarnarfjarðará

Veiðileyfi eru seld á Hótel Laugarhóli í síma 451 3380.
26/07/2010 09:00

Handverk og listmunir fást víða á Ströndum

Á Ströndum er hægt að nálgast vandað handverk á nokkrum stöðum. Á Hólmavík er Strandakúnst með vandaða handverksverslun með hverskyn ullarvörur og aðra hönnun og þar skammt frá í opnu verkstæði er handverksmaðurinn Hafþór Þórhallsson með fuglasmiðjuna sína. Norður í Trékyllisvík í Árneshreppi...
23/07/2010 13:16

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði 5 ára í dag

Í dag eru fimm ár frá því að Kotbýli kuklarans var opnað til sýningar. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum og þar er sýning um hvernig 17. aldar almúgamaður mun hafa búið. Þar er að finna forna galdra og tákn við hvert fótmál. Kotbýlið stendur örskammt frá Gvendarlaug...
22/07/2010 11:45

Nýr gististaður í Árneshreppi á Ströndum - New accommodation in Strandir

Nýr gististaður, smáhýsaleiga og sumarbústaðaleiga ásamt tjaldsvæði, hefur verið opnað af Urðartindi í Norðurfirði í Trékyllisvík. Þetta er kærkomin nýjung í ferðaþjónustu á Ströndum en skortur hefur verið á þessari tegund gistingar á öllu svæðinu. Allar frekari upplýsingar er að finna hér á...
19/07/2010 17:52

Um tjaldsvæðið á Hólmavík

Tjaldsvæðið á Hólmavík er vinsælt og þar eru sérstaklega góðar aðstæður fyrir ferðamenn. Allar upplýsingar um tjaldsvæðið fást hjá Sundlauginni á Hólmavík þar sem séð er um alla þjónustu fyrir tjaldsvæðið. Síminn þar er 451 3560 og netfangið er sundlaug@holmavik.is. Smellið hér fyrir meiri...
19/07/2010 15:05

Vegalengdir til Hólmavíkur

Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík hefur alloft borist fyrirspurnir um ástand vega og hvaða leiðir eru mest malbikaðar. Stysta leiðin frá Reykjavík til Hólmavíkur er 233 km. Leiðin er malbikuð alla leið ef valin er leiðin um Arnkötludal. Þá er ekið af þjóðvegi 1 við Dalsmynni í Borgarfirði inn á...

© 2013 - info@holmavik.is - Strandir Tourist Information Centre in Holmavik

Make a website for freeWebnode