Holmavik Tourist Information in Strandir

News

23/07/2010 13:16

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði 5 ára í dag

Í dag eru fimm ár frá því að Kotbýli kuklarans var opnað til sýningar. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum og þar er sýning um hvernig 17. aldar almúgamaður mun hafa búið. Þar er að finna forna galdra og tákn við hvert fótmál. Kotbýlið stendur örskammt frá Gvendarlaug æðislegri sundlaug í Bjarnarfirði. Í þjónustuhúsi Kotbýlisins er hægt að fá allar upplýsingar um hinn skjólsæla Bjarnarfjörð. Kotbýli kuklarans er opið daglega frá kl. 13:00 - 18:00.


Ljósm.: Ágúst Atlason

Five years since The Sorcerer's Cottage opened

Today there are five years since The Sorcerer's Cottage, the second part of The Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft in Strandir opened. Inside the cottage is an exhibition telling how it was being a tenant farmer during the 17th C and what magic people would use. There you find signs and magic by every step. The Sorcerers Cottage stands by the geothermal swimming pool Gvendarlaug, named after Guðmundur the good a bishop from 13th C. Inside the service building for the cottage one can get every information he needs about the beautiful Bjarnarfjörður. From Hólmavík to The Sorcerers Cottage are only 28 km, appr. 30 minutes drive.

22/07/2010 11:45

Nýr gististaður í Árneshreppi á Ströndum - New accommodation in Strandir

Nýr gististaður, smáhýsaleiga og sumarbústaðaleiga ásamt tjaldsvæði, hefur verið opnað af Urðartindi í Norðurfirði í Trékyllisvík. Þetta er kærkomin nýjung í ferðaþjónustu á Ströndum en skortur hefur verið á þessari tegund gistingar á öllu svæðinu. Allar frekari upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni okkar með því að smella hér.

New accommodation in Strandir

A new accommodation has been opened in Norðurfjörður in Strandir, appr. 100 km north of Holmavik in a fascinating landscape where it is possible to rent a summer cottage. There has been a lack of that kind of accommodation in the whole area until now. Look for more information about Urðartindur accommodation by clicking here.

19/07/2010 17:52

Um tjaldsvæðið á Hólmavík

Tjaldsvæðið á Hólmavík er vinsælt og þar eru sérstaklega góðar aðstæður fyrir ferðamenn. Allar upplýsingar um tjaldsvæðið fást hjá Sundlauginni á Hólmavík þar sem séð er um alla þjónustu fyrir tjaldsvæðið. Síminn þar er 451 3560 og netfangið er sundlaug@holmavik.is.

Smellið hér fyrir meiri upplýsingar um tjaldsvæðið á Hólmavík.

Camping in Holmavik

Holmavik has a nice camping ground next to the swimming pool in Holmavik, with excellent service. The service at the camping ground is provided from the Sport Center in Holmavik. The telephone there is (+354) 451 3560 and the e-mail is sundlaug@holmavik.is.

Click here for further information about the camping site in Holmavik.

19/07/2010 15:05

Vegalengdir til Hólmavíkur

Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík hefur alloft borist fyrirspurnir um ástand vega og hvaða leiðir eru mest malbikaðar. Stysta leiðin frá Reykjavík til Hólmavíkur er 233 km. Leiðin er malbikuð alla leið ef valin er leiðin um Arnkötludal. Þá er ekið af þjóðvegi 1 við Dalsmynni í Borgarfirði inn á veg nr. 60 og síðan beygt til hægri inn á nýja veginn um Arnkötludal, veg nr. 61, skömmu eftir að ekið hefur verið í gegnum Króksfjarðarnes í Reykhólasveit.

Ef valin er leiðin frá Reykjavík um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur er kílómetratalan 275 km. Þá er beygt inn á veg nr. 68 við Staðarskála í Hrútafirði og honum fylgt að gatnamótum við veg nr. 61 sem eru skammt sunnan Hólmavíkur. 39 km af þeirri leið eru á malarvegum.

Frá Akureyri til Hólmavíkur eru 336 km ef fylgt er þjóðvegi nr. 1. Þá er beygt inn á veg nr. 68 við Staðarskála í Hrútafirði og honum fylgt að gatnamótunum við veg nr. 61 sem eru skammt sunnan Hólmavíkur. 39 km af þeirri leið eru á malarvegum á Ströndum.

Einnig er hægt að velja veginn um Laxárdalsheiði sem liggur í átta að Búðardal skammt norðan við Borðeyri í Hrútafirði. Það er 15 km lengri leið frá Akureyri og þá er ekið um Dalina og um Arnkötludal. Sú leið er samtals 351 km frá Akureyri til Hólmavíkur, þar af 31 km á malarvegi yfir Laxárdalsheiði. Í tíma talið þá eru hvor leiðin sem valin er jafnlöng en líklegra auðveldara yfirferðar að velja leiðina um Dali og Arnkötludal ef dreginn er þungur tjaldvagn á eftir ökutækinu.

Frá Hólmavík til Ísafjarðar eru 225 km. Malbikað er frá Hólmavík alla leið til Ísafjarðar og þaðan til Þingeyrar. Upplýsingar um aðrar vegalengdir frá Hólmavík er að finna á síðu okkar með því að smella hér.

 

Photo Gallery: Hólmavík

Winter Nights in Holmavik

© 2013 - info@holmavik.is - Strandir Tourist Information Centre in Holmavik

Create a free websiteWebnode