Holmavik Tourist Information in Strandir

News

18/07/2010 09:32

Áfram með smjörlíkið í Djúpavík

From DjúpavíkÍ gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík hefur verið opnuð listasýningin Áfram með smjörlíkið. Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf vinna áfram saman að þríleiknum Áfram með smjörlíkið! sem fer fram í Reykjavík, á Djúpavík, og í Berlín í sumar og haust. Þetta er í fyrsta sinn sem þau samvinna sýningaröð en þau eiga að baki víðtæka reynslu af sýningarhaldi með öðrum og ein og sér. Yfirskriftin Áfram með smjörlíkið! slær taktinn og gefur fyrirheit um viðfangsefni listamannanna. Fyrsta sýningin í röðinni var í Listasafni ASÍ með undirtitlinum Innantóm slagorð og fékk hún afar góðar viðtökur. Nú er komið að Verksmiðjunni á Djúpavík. “... og tilbiður guð sinn sem deyr” er undirtitill sýningarinnar en þar verða rýmisbundnar innsetningar í fyrirrúmi. Sýningin opnaði laugardaginn 17. júlí 2010 og stendur til 28. ágúst 2010.

On with the margarine in Djúpavík

An exhibition has been opened in the old herring factory in Djúpavík - „On with the margarine„ by Hlynur Hallsson and Jóna Hlíf Halldórsdóttir. the exhibition will be open from 17. august - 28. august.

Hlynur Hallsson (b. 1968 in Akureyri, Iceland) makes conceptual work with various mediums: installations, text works and photographs. His exhibitions have travelled widely.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (b. 1978 in Reykjavík, Iceland) makes conceptual work with various mediums: installations, text works, photographs, paintings and recently sculptures. 

16/07/2010 10:04

Bryggjuhátíðin á Drangsnesi

Bryggjuhátíðin á Drangsnesi, árlegu hátíðarhöld Drangsnesinga verður haldin um komandi helgi. Að venju verður þar margt um dýrðir, hið rómaða fiskihlaðborð, siglingar út í Grímsey og fjör allan daginn. Þar verða Strandahestar með hestana sína að venju og markaðsstjald handverkshópsins Assa og hvers kyns listsýningar auk fuglahræðukeppni svo eitthvað sé nefnt. Bryggjuhátíðin er kannski þekktust fyrir það að meðan hún stendur yfir þá skín sólin iðulega skærast á Ströndum. Bryggjuhátíð á Drangsnesi hefur verið haldið árlega síðan 1996.

The Annual Summer Festival in Drangsnes

The annual summer festival in Drangsnes village by Steingrímsfjörður in Strandir will be held over the weekend. As usual there will be lot of people there celebrating with the locals. There will be boat tours out to the island Grímsey every hour and people can stay there as long as they want. The seafood buffet is one of the highest peaks of the festival and everyone can enjoy the lovely hot pots in the middle of the village.


11/07/2010 12:06

Hestaferðir með Strandahestum - Horseback riding with Strandahestar in Holmavik

Strandahestar á Hólmavík bjóða upp á hestaferðir í nágrenni Hólmavíkur. Riðið er um ósnortna náttúru og um fallega dali. Hægt er að velja á milli styttri ferða sem taka um það bil eina klukkustund og lengri ferða í hálfan dag. Hestaferðirnar eru frá Víðidalsá, 3 km sunnan Hólmavíkur. Allar upplýsingar fást hjá Viktori í síma: 862 3263 eða á www.strandahestar.is.

 

 Horseback riding with Strandahestar in Holmavik

With Strandahestar in Holmavik you can enjoy the Icelandic nature while riding the unique Icelandic horse and discover the untouched Icelandic nature, valleys, mountains and impressive view, only in a short distance from Holmavik. Strandahestar offers guiding and riding lessons, short tours and half-days tours. For further information visit www.strandahestar.is or contact The Information Center in Holmavik.

02/07/2010 15:12

Hamingjudagar á Hólmavík um helgina

Fólk er farið að streyma á Hamingjudaga á Hólmavík sem verða haldnir núna um helgina. Hátíðin verður sett í kvöld og síðan tekur við hver viðburinn af öðrum og stendur yfir alla helgina. Búist er við fjölda fólks í heimsókn á Strandir af tilefni Hamingjudaga. Drangsnesingar munu síðan halda sína bæjarhátíð eftir hálfan mánuð, Bryggjuhátíðina.

Days of happiness, the annual summer festival in Holmavik will be on the coming weekend. The locals are expecting a lot of visitors. The festival starts tonight and will be on until Sunday.

The annual festival in Drangsnes village will be in two weeks to come.

Photo Gallery: Hólmavík

Winter Nights in Holmavik

© 2013 - info@holmavik.is - Strandir Tourist Information Centre in Holmavik

Make a free websiteWebnode