Holmavik Tourist Information in Strandir

Áfram með smjörlíkið í Djúpavík

18/07/2010 09:32

From DjúpavíkÍ gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík hefur verið opnuð listasýningin Áfram með smjörlíkið. Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf vinna áfram saman að þríleiknum Áfram með smjörlíkið! sem fer fram í Reykjavík, á Djúpavík, og í Berlín í sumar og haust. Þetta er í fyrsta sinn sem þau samvinna sýningaröð en þau eiga að baki víðtæka reynslu af sýningarhaldi með öðrum og ein og sér. Yfirskriftin Áfram með smjörlíkið! slær taktinn og gefur fyrirheit um viðfangsefni listamannanna. Fyrsta sýningin í röðinni var í Listasafni ASÍ með undirtitlinum Innantóm slagorð og fékk hún afar góðar viðtökur. Nú er komið að Verksmiðjunni á Djúpavík. “... og tilbiður guð sinn sem deyr” er undirtitill sýningarinnar en þar verða rýmisbundnar innsetningar í fyrirrúmi. Sýningin opnaði laugardaginn 17. júlí 2010 og stendur til 28. ágúst 2010.

On with the margarine in Djúpavík

An exhibition has been opened in the old herring factory in Djúpavík - „On with the margarine„ by Hlynur Hallsson and Jóna Hlíf Halldórsdóttir. the exhibition will be open from 17. august - 28. august.

Hlynur Hallsson (b. 1968 in Akureyri, Iceland) makes conceptual work with various mediums: installations, text works and photographs. His exhibitions have travelled widely.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (b. 1978 in Reykjavík, Iceland) makes conceptual work with various mediums: installations, text works, photographs, paintings and recently sculptures. 

© 2013 - info@holmavik.is - Strandir Tourist Information Centre in Holmavik

Make a website for freeWebnode