Holmavik Tourist Information in Strandir

Djúpavíkurdagar, hrútaþukl og stórdansleikur framundan á Ströndum

11/08/2010 09:28

Hinir árlegu Djúpavíkurdagar fara fram um komandi helgi í Djúpavík. Þar verða hverskyns tónleikar og listsýningar í gangi að venju. Meðal annarra kemur hljómsveitin Hraun fram með Svavar Knút í fararbroddi. Á Sauðafjársetrinu í Sævangi fer fram Íslandsmeistaramótið í hrútadómum sem er skemmtilegur viðburður og jafnan fjölsóttur. Á laugardagskvöldinu stendur Sauðfjársetrið fyrir dansleik með Geirmundi Valtýssyni. Frekari upplýsingar um viðburði framundan er að finna á atburðadagatalinu hér á síðunni okkar. Smellið hér.

© 2013 - info@holmavik.is - Strandir Tourist Information Centre in Holmavik

Make a free websiteWebnode