Holmavik Tourist Information in Strandir

Handverk og listmunir fást víða á Ströndum

26/07/2010 09:00

Skartgripur frá StrandasilfriÁ Ströndum er hægt að nálgast vandað handverk á nokkrum stöðum. Á Hólmavík er Strandakúnst með vandaða handverksverslun með hverskyn ullarvörur og aðra hönnun og þar skammt frá í opnu verkstæði er handverksmaðurinn Hafþór Þórhallsson með fuglasmiðjuna sína.

Norður í Trékyllisvík í Árneshreppi smíðar Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir forláta silfur skartgripi undir heitinu Strandasilfur. Þeir eru til sölu í Minja- og handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík auk þess sem hún selur þá í gegnum Facebooksíðu Strandasilfurs og sendir hvert á land sem er. Meðfylgjandi mynd er ef einum gripum Strandasilfurs en fjölda annarra ljósmynda af þeim er að finna á síðunni.

Í Minja- og handverkshúsinu Kört er einnig hægt að nálgast vandaða smíðagripi úr rekaviði eftir Valgeir Benediktsson. Galdrasýning á Ströndum er með minjagripasölu sem tengist viðfangsefni sýninga sinna og Sauðfjársetur á Ströndum einnig.

© 2013 - info@holmavik.is - Strandir Tourist Information Centre in Holmavik

Make a website for freeWebnode